Erlent

Berrassaðir Belgar í Brugge

Tvö þúsund berrassaðir Belgar hlupu um götur Brugge-borgar um helgina í nafni listarinnar. Fólkið var að hlýða kalli hins heimsfræga ljósmyndara Spencers Tunicks sem fær fólk um allan heim til að afklæðast og gera undarlegustu hluti svo hann megi ná þeim á mynd. Belgarnir létu fimbulkulda og hellirigningu ekki á sig fá og sigldu á bátum um síki borgarinnar og hlupu til og frá eftir duttlungum Tunicks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×