Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 13:21 Stefán Karl Kristjánsson, til vinstri, er verjandi Lúkasar Geirs. Bróðir hans Páll, til hægri, er verjandi Stefáns Blackburn. Vísir/Anton Brink Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. Vissulega liggi fyrir að sakborningarnir beittu Hjörleif ofbeldi í aðdraganda andláts hans, en mögulegt sé að þeir tilteknu áverkar sem drógu hann til dauða hafi verið til komnir vegna lífsbjargandi meðferðar sem hann telur mögulega hafa farið úrskeiðis. Lúkas er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt þeim Stefáni Blackburn og Matthíasi Birni Erlingssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Ræddi gamla ræmu Stefán Karl vísaði í klassíska kvikmynd við upphaf ræðu sinnar við málflutning Gufunesmálsins svokallaða í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Í umræddri kvikmynd, Anatomy of a Murder frá 1959, segir lögmaður leikinn af James Stewart: „The prosecution has to tell you a story. The defense has to tell you a better story.“ Þetta mætti þýða sem: „Ákæruvaldið þarf að segja þér sögu. Vörnin þarf að segja þér betri sögu.“ Stefán Karl minntist á þessi orð, sagði ákveðinn sannleika falinn í þeim, og hóf varnarræðu sína. Allir löglærðir viti Stefán Karl fullyrti að allir löglærðir einstaklingar í þéttsetnum réttarsalnum, og jafnvel þeir sem ekki væru löglærðir, vissu að ef Hjörleifur hefði lifað af í kjölfar atburða næturinnar hefðu sakborningarnir ekki verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps. „Það er ákært fyrir manndráp, vegna þess að hann deyr, en ekki vegna þess að hinn huglægi ásetningur aðila hafi staðið til manndráps,“ sagði Stefán Karl, en Lúkas Geir hefur játað sök varðandi frelsissviptingu og rán, en neitað sök varðandi manndráp. Ljótur bisness Sakborningarnir hafa haldið því fram að um svokallaða tálbeituaðgerð hafi verið að ræða. Þeir hafi lokkað Hjörleif af heimili sínu í því skyni að hann héldi að hann væri að fara hitta stúlku undir lögaldri. Og síðan reynt að hafa af honum fé, þrjár milljónir króna, en þeim tókst það að lokum. „Staðreyndin er einfaldlega sú að skjólstæðingur minn sá tækifæri í skjótum gróða, til að ná sér í pening, af mönnum sem voru að falast eftir kynlífi með ungmennum,“ sagði Stefán Karl. „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd. Eins ljótt og það er að segja það.“ Hann nefndi sem dæmi að ef ein aðgerð af þessu tagi skilað þremur milljónum króna, þá gætu tíu svona aðgerðir skilað þrjátíu milljónum króna og tuttugu aðgerðir skilað sextíu milljónum. Þess má geta að ekkja Hjörleifs hefur hafnað ásökunum um að hann teldi að hann væri að fara hitta barn umrætt kvöld. Hún hafi talið að hann væri að fara að hitta aðra konu, og því hafi hún elt Teslu-bifreiðina sem Hjörleifur var numinn á brott í. Undir rekstri máls hefur ekkert komið fram annað en framburður sakborningana, sem bendir til þess að Hjörleifur hafi átt í kynferðislegum samskiptum við fólk undir lögaldri. Fóru inn en ekki úr borginni Stefán Karl sagði að sakborningarnir hafi ekki haft ásetning til að verða Hjörleifi að bana. Þessu til stuðnings benti hann á að eftir að þeir fóru með Hjörleif að iðnaðarbili við Esjumela, þar sem ákæruvaldið telur að mikið af hinum meintu ofbeldisbrotum hafi verið framin, hafi þeir farið með hann í Gufunes, í borgina ekki úr henni. „Þeir keyrðu, ekki út úr borginni, þar sem hann myndi ekki finnast, heldur inn í borgina, þar sem hann myndi finnast,“ sagði Stefán Karl. Það bendi einnig til þess að þeir hafi ekki látið sér í léttu rúmi liggja hvort Hjörleifur myndi láta lífið eða ekki. Nálægt Esjumelum séu margir afskekktari staður en Gufunesið. Fullkominn vafi á því hvað dró hann til dauða Jafnframt setti Stefán Karl spurningarmerki við meðferðina sem Hjörleifur Haukur fékk eftir að hann var fluttur frá Gufunesi á bráðamóttöku Landspítalans, en hann fékk blóðþrýstingsaukandi lyf og hafði glímt við hjartaveiki. Einnig hefðu þeir reynt endurlífgun í þrjátíu mínútur, þar með talið hjartahnoð. Stefán sagðist ekki telja það læknisfræðilega samþykkta aðferð. Stefán Karl sagði í raun væri fullkominn vafi á því hvort áverkarnir sem drógu Hjörleif til dauða hefðu komið til vegna gjörða sakborninganna eða lækna á bráðadeild. „Það er erfitt að hugsa til þess, og með þessu vil ég ekki draga úr alvarleika þess sem á undan hafði gengið,“ sagði hann. Í skýrslutökum spurði Stefán Karl réttarmeinafræðing út í þetta atriði, en sá vildi lítið tjá sig um það, og sagði að það þyrfti heldur að spyrja bráðalæknana sjálfa. Þeir báru ekki vitni fyrir dómi og gagnrýndi Stefán það. Réttarmeinafræðingurinn sagði áverkana sem hefðu orsakað dauðsfallið hafa verið á bringu og brjósti. Hann vildi ekki útiloka að áverkar þar hefðu verið til komnir vegna aðgerða á bráðadeild. Máluð mynd af vondu veðri Stefán Karl gagnrýndi rannsókn lögreglu harðlega í málflutningi sínum. Hann spurði hvort ákæruvaldið vissi hvernig veðrið hafi verið nóttina örlagaríku. „Það er búið að mála þá mynd að þetta hafi gerst í myrkum marsmánuði, í kulda og vondu veðri,“ sagði Stefán Karl sem bætti við að ekkert í gögnum málsins væri um hvernig veður hefði verið umrædda nótt. Hann sagðist hafa flett þessu upp og um fimm gráðu hiti hefði verið um nóttina. Þá sagði hann að af myndbandi af vettvangi mætti sjá að þarna hefði verið snjóföl yfir, en líka pollar sem sýndu að hitinn væri yfir frostmarki. Stefán Karl sagði að það væri aldrei gott að skilja mann eftir með þessum hætti, en það skipti máli hvernig veður hefði verið, og að í þetta skipti hefði það ekki verið eins slæmt og gefið hafi verið til kynna. Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Vissulega liggi fyrir að sakborningarnir beittu Hjörleif ofbeldi í aðdraganda andláts hans, en mögulegt sé að þeir tilteknu áverkar sem drógu hann til dauða hafi verið til komnir vegna lífsbjargandi meðferðar sem hann telur mögulega hafa farið úrskeiðis. Lúkas er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt þeim Stefáni Blackburn og Matthíasi Birni Erlingssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Ræddi gamla ræmu Stefán Karl vísaði í klassíska kvikmynd við upphaf ræðu sinnar við málflutning Gufunesmálsins svokallaða í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Í umræddri kvikmynd, Anatomy of a Murder frá 1959, segir lögmaður leikinn af James Stewart: „The prosecution has to tell you a story. The defense has to tell you a better story.“ Þetta mætti þýða sem: „Ákæruvaldið þarf að segja þér sögu. Vörnin þarf að segja þér betri sögu.“ Stefán Karl minntist á þessi orð, sagði ákveðinn sannleika falinn í þeim, og hóf varnarræðu sína. Allir löglærðir viti Stefán Karl fullyrti að allir löglærðir einstaklingar í þéttsetnum réttarsalnum, og jafnvel þeir sem ekki væru löglærðir, vissu að ef Hjörleifur hefði lifað af í kjölfar atburða næturinnar hefðu sakborningarnir ekki verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps. „Það er ákært fyrir manndráp, vegna þess að hann deyr, en ekki vegna þess að hinn huglægi ásetningur aðila hafi staðið til manndráps,“ sagði Stefán Karl, en Lúkas Geir hefur játað sök varðandi frelsissviptingu og rán, en neitað sök varðandi manndráp. Ljótur bisness Sakborningarnir hafa haldið því fram að um svokallaða tálbeituaðgerð hafi verið að ræða. Þeir hafi lokkað Hjörleif af heimili sínu í því skyni að hann héldi að hann væri að fara hitta stúlku undir lögaldri. Og síðan reynt að hafa af honum fé, þrjár milljónir króna, en þeim tókst það að lokum. „Staðreyndin er einfaldlega sú að skjólstæðingur minn sá tækifæri í skjótum gróða, til að ná sér í pening, af mönnum sem voru að falast eftir kynlífi með ungmennum,“ sagði Stefán Karl. „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd. Eins ljótt og það er að segja það.“ Hann nefndi sem dæmi að ef ein aðgerð af þessu tagi skilað þremur milljónum króna, þá gætu tíu svona aðgerðir skilað þrjátíu milljónum króna og tuttugu aðgerðir skilað sextíu milljónum. Þess má geta að ekkja Hjörleifs hefur hafnað ásökunum um að hann teldi að hann væri að fara hitta barn umrætt kvöld. Hún hafi talið að hann væri að fara að hitta aðra konu, og því hafi hún elt Teslu-bifreiðina sem Hjörleifur var numinn á brott í. Undir rekstri máls hefur ekkert komið fram annað en framburður sakborningana, sem bendir til þess að Hjörleifur hafi átt í kynferðislegum samskiptum við fólk undir lögaldri. Fóru inn en ekki úr borginni Stefán Karl sagði að sakborningarnir hafi ekki haft ásetning til að verða Hjörleifi að bana. Þessu til stuðnings benti hann á að eftir að þeir fóru með Hjörleif að iðnaðarbili við Esjumela, þar sem ákæruvaldið telur að mikið af hinum meintu ofbeldisbrotum hafi verið framin, hafi þeir farið með hann í Gufunes, í borgina ekki úr henni. „Þeir keyrðu, ekki út úr borginni, þar sem hann myndi ekki finnast, heldur inn í borgina, þar sem hann myndi finnast,“ sagði Stefán Karl. Það bendi einnig til þess að þeir hafi ekki látið sér í léttu rúmi liggja hvort Hjörleifur myndi láta lífið eða ekki. Nálægt Esjumelum séu margir afskekktari staður en Gufunesið. Fullkominn vafi á því hvað dró hann til dauða Jafnframt setti Stefán Karl spurningarmerki við meðferðina sem Hjörleifur Haukur fékk eftir að hann var fluttur frá Gufunesi á bráðamóttöku Landspítalans, en hann fékk blóðþrýstingsaukandi lyf og hafði glímt við hjartaveiki. Einnig hefðu þeir reynt endurlífgun í þrjátíu mínútur, þar með talið hjartahnoð. Stefán sagðist ekki telja það læknisfræðilega samþykkta aðferð. Stefán Karl sagði í raun væri fullkominn vafi á því hvort áverkarnir sem drógu Hjörleif til dauða hefðu komið til vegna gjörða sakborninganna eða lækna á bráðadeild. „Það er erfitt að hugsa til þess, og með þessu vil ég ekki draga úr alvarleika þess sem á undan hafði gengið,“ sagði hann. Í skýrslutökum spurði Stefán Karl réttarmeinafræðing út í þetta atriði, en sá vildi lítið tjá sig um það, og sagði að það þyrfti heldur að spyrja bráðalæknana sjálfa. Þeir báru ekki vitni fyrir dómi og gagnrýndi Stefán það. Réttarmeinafræðingurinn sagði áverkana sem hefðu orsakað dauðsfallið hafa verið á bringu og brjósti. Hann vildi ekki útiloka að áverkar þar hefðu verið til komnir vegna aðgerða á bráðadeild. Máluð mynd af vondu veðri Stefán Karl gagnrýndi rannsókn lögreglu harðlega í málflutningi sínum. Hann spurði hvort ákæruvaldið vissi hvernig veðrið hafi verið nóttina örlagaríku. „Það er búið að mála þá mynd að þetta hafi gerst í myrkum marsmánuði, í kulda og vondu veðri,“ sagði Stefán Karl sem bætti við að ekkert í gögnum málsins væri um hvernig veður hefði verið umrædda nótt. Hann sagðist hafa flett þessu upp og um fimm gráðu hiti hefði verið um nóttina. Þá sagði hann að af myndbandi af vettvangi mætti sjá að þarna hefði verið snjóföl yfir, en líka pollar sem sýndu að hitinn væri yfir frostmarki. Stefán Karl sagði að það væri aldrei gott að skilja mann eftir með þessum hætti, en það skipti máli hvernig veður hefði verið, og að í þetta skipti hefði það ekki verið eins slæmt og gefið hafi verið til kynna.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira