Fleiri fréttir

Vopnahléið ótryggt vegna átaka

Vopnahléið sem Ísraelar og Palestínumenn lýstu yfir á þriðjudag er ótryggt eftir að tveir Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna og palestínskir vígamenn skutu úr sprengjuvörpum á byggð ísraelskra landtökumanna á Gaza.

Karl og Camilla giftast

Áralöngum vangaveltum um framtíð Karls prins og Camillu Parker-Bowles var svarað í gær þegar Karl sendi frá sér yfirlýsingu um að þau ætli að ganga í hjónaband 8. apríl. Þau verða gefin saman við borgaralega athöfn en verða að henni lokinni viðstödd bænastund í Kapellu heilags Georgs.</font />

Páfi heim af sjúkrahúsi

Læknar á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm útskrifuðu Jóhannes Pál II páfa í gær af sjúkrahúsinu. Þar hafði hann dvalið í tíu daga eftir að hann var fluttur á sjúkrahús vegna þess að hann var með flensu og átti erfitt með andardrátt.

Skaut kennara og tók barn sem gísl

Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunnskóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu.

Skutu tuttugu bílstjóra í hnakkann

Lík tuttugu bílstjóra fundust á vegi í Írak í gær. Hryðjuverkamenn höfðu handsamað mennina, bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þá. Alls létust 43 í bardögum og árásum í gær. Þeirra á meðal voru sjö íraskir lögreglumenn sem féllu í tveggja klukkutíma löngum bardaga við vígamenn suður af Bagdad.

Skaut kennara og tók barn sem gísl

Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunnskóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu.

Rumsfeld sætir ekki rannsókn

Þýskir saksóknarar hyggjast ekki hefja rannsókn á því hvort Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sé ábyrgur vegna fangapyntinga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak.

Laug um dauða eiginmannsins

Fjölmiðlar í Colorado í Bandaríkjunum sögðu nýlega sorglega sögu af 24 ára gamalli konu sem lýsti því á harmrænan hátt hvernig eiginmaður hennar lést í átökum í Írak.

Embættismanni rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun hátt settum embættismanni innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn var numinn á brott úr bíl sínum í suðurhluta Baghdad. Þá bárust fregnir af því að fréttamaður sjónvarpsstöðvar, sem Bandaríkjamenn fjármagna í Írak, hefði verið myrtur í borginni Basra í morgun.

Níu látnir í kolanámuslysi

Níu manns hafa fundist látnir og sautján er saknað eftir sprengingu í kolanámu í Rússlandi í morgun. Þrjátíu manns voru inni í námunni til þess að kanna orsök reyks sem frá henni barst. Fjórir sluppu með minni háttar meiðsl.

Lykketoft segir af sér

Mogens Lykketoft, oddviti stjórnarandstöðunnar í Danmörku, hefur sagt af sér í kjölfar kosninganna í Danmörku í gær, en þar hélt ríkisstjórn Anders Foghs Rasmussens, formanns Venstre, velli. Undir stjórn Lykketofts fengu Jafnaðarmenn eitt minnsta fylgi í áratugi. Lykketoft sagði afsögn hafa verið sinn eina kost í stöðunni.

Enn finnast fórnarlömb í Indónesíu

Meira en þúsund lík hafa fundist að undanförnu í Indónesíu í kjölfar hamfaranna á annan í jólum, að sögn þarlendra stjórnvalda. Þar með er staðfest að meira en 115 þúsund manns hafi látist í landinu í kjölfar hamfaranna. Á bilinu 26 til 140 þúsund manna er enn saknað, en ekki er tímabært að bæta þeirri tölu við tölu látinna, að sögn embættismanna sem eru við störf á hamfarasvæðunum.

Gríðarleg flóð í Venesúela

Neyðarástand ríkir nú víða í Venesúela vegna gríðarlegra flóða undanfarna daga. Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Í höfuðborginni Karakas ríkir nú neyðarástand og þar hafa hús jafnast við jörðu og umferð legið niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína í kjölfar mikilla rigninga.

Tíu slasast í sprengingu í Madríd

Að minnsta kosti tíu manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar sprengingar sem varð nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Enginn slasaðist þó alvarlega að sögn spænskra fjölmiðla. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk.

Tölvuflögur notar gegn flogveiki

Taugasérfræðingar í Bandaríkjunum kunna að hafa tekið fyrsta skrefið að meðhöndlun flogaveiki án lyfja. <em>The Economist</em> greinir frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem bendir til þess að með því að græða tölvuflögur í taugafrumur sé hægt að hafa hemil á ofvirkni þeirra, sem er orsök flogaveikiskasta.

Íranar leita liðsinnis Japana

Utanríkisráðherra Írans hefur beðið Japana um að miðla málum milli Bandaríkjanna og Írans vegna kjarnorkuáætlunar hinna síðarnefndu. Evrópusambandið hefur undanfarin misseri reynt að ná samningum við Íran um að hætta að framleiða kjarnorkueldsneyti sem hægt er að nota til þess að framleiða kjarnorkusprengjur.

Meira en þrjátíu sárir í Madríd

Nú er ljóst að yfir þrjátíu manns særðust í mikilli sprengingu sem varð á torgi nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk.

Rice hótar Írönum refsiaðgerðum

Utanríkisráðherra Írans hefur beðið Japana um að miðla málum milli Bandaríkjanna og Írans vegna kjarnorkuáætlunar hins síðarnefnda. Condoleezza Rice hótar Írönum refsiaðgerðum.

Kvartettinn hittist í Lundúnum

Miðausturlandakvartettinn svokallaði mun hittast í Lundúnum fyrsta mars næstkomandi til að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum og efnahagsaðstoð við Palestínumenn.

Vírusar leggist á síma og bílvélar

Vírusar verða ekki bundnir við tölvur í framtíðinni, heldur gætu þeir einnig átt eftir að leggjast á síma og bílvélar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu sem öryggisdeild IBM gerði og verður birt í dag.

Færði kærustunni pítsu með þyrlu

Það er afskaplega rómantískt að nota þyrlu til þess að tryggja að pítsan sem maður er að færa kærustunni sé nógu heit. Og því skyldu menn gera veður út af því?

Skilur ákvörðun Lykketofts

Formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, Mogens Lykketoft, ætlar að hætta í kjölfar slæmrar útkomu flokksins í þingkosningunum í gær. Forsætisráðherrann hrósar sigri og segist skilja ákvörðun höfuðandstæðings síns. Ríkisstjórn Dana bætir við sig einu þingsæti.

Japanar styðja ESB í Íransmáli

Japanar styðja Evrópusambandið í viðleitni sinni við að fá Írana til að hætta að framleiða kjarnorkueldsneyti. Þetta sagði utanríkisráðherra Japans eftir fund með írönskum starfsbróður sínum í Japan í dag. Viðræður Írana og Evrópusambandsins um kjarnorkumál Írans hófust á ný í gær en í nóvember síðastliðnum féllust Íranar á að hætta tímabundið framleiðslu kjarnorkueldsneytis.

Egypskur sendiherra til Ísraels

Egyptar hyggjast senda aftur sendiherra til Ísraels innan tíu daga en þeir hafa ekki haft sendiherra í landinu frá því að uppreisn Palestínumanna gegn Ísraelum hófst fyrir fjórum árum. Þetta undirstrikar enn frekar vænlegri friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, en eins og kunnugt er boðuðu bæði leiðtogar Ísraela og Palestínumanna vopnhlé á fundi í Egyptalandi í gær.

Ólga meðal almennings í Bretlandi

Methagnaður hjá olíufélögunum Shell og BP í Bretlandi hefur valdið mikilli ólgu meðal þarlendra neytenda sem þykir sýnt að gríðarlegur hagnaðurinn sé bein afleiðing hárrar álagningar fyrirtækjanna á bensín og olíur.

Ferðaþjónusta skilar fátækum litlu

Vestrænir aðilar, hótelkeðjur og afþreyingarfyrirtæki hvers konar, hirða megnið af því fé sem vestrænir ferðalangar skilja eftir í mörgum af þeim fátækari löndum heims sem eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna og er því ferðaþjónusta víða ekki að skila þeim tekjum í ríkiskassann sem margir hafa reitt sig á.

Alnæmislyf prófuð á fólki

Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar.

Engar nærur takk!

Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri.

Ekki huglausir heldur varkárir

Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi.

Listi í sænskum miðlum í dag

Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin.

Fjórir formenn segja af sér

Reiknað er með átökum í danska Jafnaðarmannaflokknum eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér sem formaður flokksins. Hann ýjaði að því að stjórnarflokkarnir hefðu notast við ríkisfé í kosningabaráttunni. Þrír aðrir formenn tilkynntu einnig afsögn sína í gær.

Hóta að hefja nýja áætlun

Forseti Írans segir að landið geti tekið upp nýja stefnu í kjarnorkumálum sem hefði gríðarlegar afleiðingar ef viðræður við Evrópusambandið bera ekki árangur.

Tugir særðust í sprengjuárás

"Það sem bjargaði mér var tölvan mín," sagði Manuel Amenteros eftir að sprengja þeytti honum úr sæti sínu á skrifstofu í útjaðri Madrídar í gærmorgun. 43 særðust þegar bíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp frammi fyrir skrifstofubyggingu.

Breyta reglum um vinnutíma

Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina.

Vill banna þjófavarnasírenur

Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla.

Sá konuna í barnaklámsmyndbandi

Leit er hafin að tveimur mönnum sem nauðguðu tólf ára stúlku fyrir tuttugu árum síðan að sögn Sky-fréttastofunnar. Stúlkan, sem nú er orðin fullorðin, hélt atvikinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður hennar komst hins vegar að hinu sanna þegar hann sá fyrir tilviljun myndbandsupptöku sem nauðgararnir höfðu gert af nauðguninni.

Messufall hjá páfa

Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist.

Harry Potter selst grimmt

Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon.

Dregið úr ferðatakmörkunum

Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings.

Handtekinn vegna Bengtsson ránsins

Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er.

Eignaðist börn með 59 daga bili

Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis.

Íslendingur særist illa í Írak

Cesar Arnar Sanchez, liðlega tvítugur íslenskur hermaður í Írak, særðist alvarlega í flugskeytaárás í Írak síðustu nótt. Hann hefur verið mánuð í Írak og er þetta önnur sprengjan sem hann verður fyrir á fjórum dögum.

Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda

Tuttugu og sjö ára kvenkyns leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum.

Morðóð systkini

Systkini í Indiana í Bandaríkjunum hafa játað að hafa myrt móður sína og ömmu sína og afa. Upp komst um morðin þegar systkinin, sem eru 29 og 18 ára, voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur.

Sjá næstu 50 fréttir