Erlent

Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda

Tuttugu og sjö ára leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum. Pamela Turner er ákærð fyrir að hafa nauðgað unglingspilti þréttán sinnum á tímabilinu frá nóvember til janúar. Þar sem hún var nýflutt í bæinn bjó hún tímabundið heima hjá foreldrum piltsins. Brotin áttu sér bæði stað þar og í skólanum. Turner gæti átt yfir höfði sér allt að 100 ára fangelsi. Saksóknari segir samt líklegast að hún hljóti eins árs eða nokkurra ára fangelsisdóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×