Erlent

Ekki huglausir heldur varkárir

Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi. Þetta féllust yfirmenn þeirra ekki á og kærðu þá til herdómstóls fyrir bleyðuskap. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar fjórmenninganna ættu við rök að styðjast og var málinu því vísað frá. Þetta mál er talið nokkuð áfall fyrir ítalska herinn sem þykir illa vopnum búinn, en í dag er mánuður síðan ítalskur hermaður var skotinn í Írak í þyrlu sem opin var á hliðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×