Erlent

Tölvuflögur notar gegn flogveiki

Taugasérfræðingar í Bandaríkjunum kunna að hafa tekið fyrsta skrefið að meðhöndlun flogaveiki án lyfja. The Economist greinir frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem bendir til þess að með því að græða tölvuflögur í taugafrumur sé hægt að hafa hemil á ofvirkni þeirra, sem er orsök flogaveikiskasta. Skurðlæknar hafa þegar þróað tækni til þess að græða slíkar flögur í mannsheila og standa vonir til þess að með tíð og tíma sleppi flogaveikisjúklingar við lyfjagjöf sem er eina þekkta leiðin til þess að halda sjúkdómnum niðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×