Erlent

Skutu tuttugu bílstjóra í hnakkann

Lík tuttugu bílstjóra fundust á vegi í Írak í gær. Hryðjuverkamenn höfðu handsamað mennina, bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þá. Alls létust 43 í bardögum og árásum í gær. Þeirra á meðal voru sjö íraskir lögreglumenn sem féllu í tveggja klukkutíma löngum bardaga við vígamenn suður af Bagdad. Írösk stjórnvöld hafa ákveðið að loka landamærum landsins í fimm daga seinna í mánuðinum. Með þessu segjast stjórnvöld vilja auka öryggi íbúanna. Landamærunum er lokað meðan á helstu trúarhátíð sjía-múslima stendur. Í fyrra lést 181 í árásum meðan á trúarhátíðinni stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×