Erlent

Minnsta barn í heimi komið heim

Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. Stúlkubarnið fæddist 19. september í Chicago og er talið minnsta barn sem fæðst hefur lifað af. Það er nú um tíu merkur og 43 sentímetrar á hæð. Litla stúlkan fær enn aukasúrefni allan sólarhringinn en læknar telja samt allar líkur á að hún eigi eðlilega ævi fram undan. Vegna veikinda móðurinnar var stúlkan tekin með keisaraskurði eftir rúmlega fimm mánaða meðgöngu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×