Erlent

Meira en þrjátíu sárir í Madríd

Nú er ljóst að yfir þrjátíu manns særðust í mikilli sprengingu sem varð á torgi nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk. Til stóð að spænsku konungshjónin opnuðu sýningu í ráðstefnuhöllinni síðar í dag ásamt Vincente Fox, forseta Mexíkós. Ekki er á þessari stundu vitað hvort breyting verður þar á. Aðskilnaðarsamtökin ETA hafa oftar en einu sinni reynt að ráða Jóhann Karl Spánarkonung af dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×