Erlent

Eignaðist börn með 59 daga bili

Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. Að sögn breska blaðsins The Independent átti Maria Tescu soninn Valentin fyrir tveimur mánuðum og soninn Catalin 59 dögum síðar. Barneignirnar eru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að læknar sögðu henni fyrir átta árum að hún gæti ekki eignast börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×