Erlent

Japanar styðja ESB í Íransmáli

Japanar styðja Evrópusambandið í viðleitni sinni við að fá Írana til að hætta að framleiða kjarnorkueldsneyti. Þetta sagði utanríkisráðherra Japans eftir fund með írönskum starfsbróður sínum í Japan í dag. Viðræður Írana og Evrópusambandsins um kjarnorkumál Írans hófust á ný í gær en í nóvember síðastliðnum féllust Íranar á að hætta tímabundið framleiðslu kjarnorkueldsneytis. Íranar segja að framleiðsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi en Bandaríkjamenn hafa dregið það í efa og því hefur Evrópusambandið reynt að miðla málum. Fyrr í dag hótaði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Írönum refsiaðgerðum semdu þeir ekki viðEvrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×