Erlent

Listi í sænskum miðlum í dag

Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin. Lögregla hafði áður gefið þær skýringar á því að listinn yrði ekki birtur að hún vildi vernda heimili og eigur þeirra sem saknað væri eða væru látnir. Fjölmiðlar í Svíþjóð bentu hins vegar á að í Noregi hefði tala þeirra sem saknað hefði verið lækkað allverulega í kjölfar þess að stjórnvöld þar í landi hefðu birt sams konar lista. Fréttastofan TT birti ásamt öðrum sænskum fjölmiðlum listann í dag en á þeim voru 565 manns, þar af voru 43 látnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×