Erlent

Breyta reglum um vinnutíma

Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina. Verði frumvarpið að lögum, en til þess þarf samþykki öldungadeildarinnar, mega Frakkar vinna allt að 48 klukkutíma á viku, í samræmi við reglur Evrópusambandsins. Með frumvarpinu er að sögn andstæðinga þess vikið frá 35 tíma vinnuvikunni sem stjórn sósíalista kom á undir lok síðasta árs þar sem fólk getur tekið á sig ólaunaða yfirvinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×