Erlent

Færði kærustunni pítsu með þyrlu

Það er afskaplega rómantískt að nota þyrlu til þess að tryggja að pítsan sem maður er að færa kærustunni sé nógu heit. Og því skyldu menn gera veður út af því? 25 ára gamall þyrluflugmaður hjá breska hernum, vissi að kærastan hans var svöng. Og hvað var þá eðlilegra en að nota þyrluna til þess að færa henni heita pítsu? Honum fannst það allt í lagi svo hann keypti pítsuna og flaug með hana til kærustunnar. Sjálfsagt hefði þetta ekki verið neitt mál ef yfirstjórn breska hersins hefði ekki komist að því. Og yfirstjórnin kunni því engan veginn að einni af brynvörðum árásarþyrlum hennar hátignar Elísabetar drottningar væri snúið frá meiri háttar heræfingu til þess að flytja pítsu. Ekki var þó alveg laust við að herstjórnin sæi húmorinn í þessum gjörningi. Hún lét sér nægja að veita hinum ástfangna flugmanni áminningu en hann var hvorki lækkaður í tign sé sviptur flugskírteininu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×