Erlent

Laug um dauða eiginmannsins

Fjölmiðlar í Colorado í Bandaríkjunum sögðu nýlega sorglega sögu af 24 ára gamalli konu sem lýsti því á harmrænan hátt hvernig eiginmaður hennar lést í átökum í Írak. Konan sagði að eiginmaðurinn hefði látist sem sönn hetja. Hann hefði orðið fyrir skoti þegar hann var hlífa ungum íröskum dreng fyrir skothríð uppreisnarmanna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að konan laug öllu saman. Eiginmaðurinn gengur ekki um götur Bagdad vopnaður riffli heldur býr hann í látlausu úthverfi lítillar borgar í Colorado. Svo gæti farið að konan yrði ákærð fyrir lygasöguna. Hún hefur engar skýringar gefið á uppátæki sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×