Erlent

Lykketoft segir af sér

Mogens Lykketoft, oddviti stjórnarandstöðunnar í Danmörku, hefur sagt af sér í kjölfar kosninganna í Danmörku í gær, en þar hélt ríkisstjórn Anders Foghs Rasmussens, formanns Venstre, velli. Undir stjórn Lykketofts fengu Jafnaðarmenn eitt minnsta fylgi í áratugi. Lykketoft sagði afsögn hafa verið sinn eina kost í stöðunni. Rasmussen sagði eftir að úrslitin lágu fyrir að hörð stefna stjórnarinnar í innflytjendamálum og loforð um skattalækkanir væru meginástæðurnar fyrir sigrinum. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Þjóðarflokksins, eins af samstarfsflokkum Venstre í ríkisstjórn, tók undir þetta sjónarmið í gær. Nokkra athygli vakti að mál eins og innrásin í Írak og kjör um stjórnarskrá Evrópusambandsins voru nær ekkert til umræðu í kosningabaráttunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×