Erlent

Rumsfeld sætir ekki rannsókn

Þýskir saksóknarar hyggjast ekki hefja rannsókn á því hvort Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sé ábyrgur vegna fangapyntinga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Bandarískir lögmenn kærðu Rumsfeld í Þýskalandi þar sem þeir töldu löggjöfina gefa kost á að láta hann svara til saka. Samkvæmt þýskum lögum er hægt að ákæra menn fyrir stríðsglæpi og mannréttindabrot óháð því hvers lenskir þeir eru og hvar brotin eru framin. Þýski ríkissaksóknarinn segir hins vegar réttast að málið verði tekið fyrir í Bandaríkjunum eða fyrir alþjóðlegum dómstól.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×