Erlent

Páfi heim af sjúkrahúsi

Læknar á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm útskrifuðu Jóhannes Pál II páfa í gær af sjúkrahúsinu. Þar hafði hann dvalið í tíu daga eftir að hann var fluttur á sjúkrahús vegna þess að hann var með flensu og átti erfitt með andardrátt. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, sagði að páfi hefði náð sér af öndunarerfiðleikum og að heilsu hans almennt hefði farið fram. Hann sagði páfa hafa gengist undir margvíslegar rannsóknir og að þær hefðu leitt í ljós að hann þjáðist ekki af neinum nýjum sjúkdómum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×