Erlent

Enn finnast fórnarlömb í Indónesíu

Meira en þúsund lík hafa fundist að undanförnu í Indónesíu í kjölfar hamfaranna á annan í jólum, að sögn þarlendra stjórnvalda. Þar með er staðfest að meira en 115 þúsund manns hafi látist í landinu í kjölfar hamfaranna. Á bilinu 26 til 140 þúsund manna er enn saknað, en ekki er tímabært að bæta þeirri tölu við tölu látinna, að sögn embættismanna sem eru við störf á hamfarasvæðunum. Aðeins um þriðjungur þess fjár sem heitið var til hjálparstarfs hefur borist á hamfarasvæðin og eru skilaboð erindreka Sameinuðu þjóðanna til ríkisstjórna einföld, standið við loforð um fjárstuðning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×