Erlent

Alnæmislyf prófuð á fólki

Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. Aðeins í Suður-Afríku eru fleiri íbúar smitaðir af veirunni en á Indlandi og óttast sérfræðingar að talan á Indlandi geti þrefaldast fyrir árið 2010. Lyfið sem um ræðir er enn á tilraunastigi og segja vísindamenn að líða þurfi tvö ár áður en í ljós komi hversu áhrifaríkt það er í raun gegn þessari mannskæðu veiru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×