Erlent

Gríðarleg flóð í Venesúela

Neyðarástand ríkir nú víða í Venesúela vegna gríðarlegra flóða undanfarna daga. Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Í höfuðborginni Karakas ríkir nú neyðarástand og þar hafa hús jafnast við jörðu og umferð legið niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína í kjölfar mikilla rigninga. Undanfarinn sólarhring hefur úrkoma þar verið áttaíu og fimm millímetrar og er óttast að fleiri kunni að látast í þessum mikla vatnselg. Víða eru skólar lokaðir og eins hafa yfirvöld í nokkrum borgum og bæjum gefið út viðvaranir vegna flóðahættu næstu dagana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×