Erlent

Engar nærur takk!

Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri. Sem kunnugt er eru fáir menn, eða konur, með mönnum þessa dagana án þess að hífa nærur sínar vel upp úr gallabuxum sínum en nú er svo komið að margir íbúar ríkisins fá fyrir hjartað þegar slíkt ber fyrir augu. Þess vegna hafa þingmenn tekið málið upp og verða nú allir sektaðir um rúmar 3.500 krónur fyrir hvert sinn sem hvers kyns undirfatnaður ber fyrir augu á almannafæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×