Fleiri fréttir

Afköst Sultartangavirkjunar skert eftir skriðu

Önnur vél Sultartangavirkjunar gengur ekki og hin er á hálfum hraða eftir að vatn gekk inn í virkjunina þegar skriða féll í afrennslisskurð fyrir neðan hana síðdegis í gær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Flugu til móts við óvæntar rússneskar sprengjuvélar

Orrustuþotur ítalska flughersins, sem sinnt hafa loftrýmisgæslu hér á landi undanfarið, flugu í fyrrinótt til móts við rússneskar sprengjuflugvélar sem höfðu flogið án tilkynningar inn í íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið,

Kviknaði í gróðri á Akureyri

Slökkvilið á Akureyri var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að glíma við smávegis gróðureld sem kviknað hafði við göngustíg í bænum.

Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum

Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. 

Samson kominn heim

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

Fimm smit greindust við landamærin í gær

Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila.

Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi

Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005.

Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni

Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn yfirlæknis. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tveir í einangrun eftir komuna til Seyðisfjarðar

Um fjögur hundruð farþegar Norrænu sem komu til landsins í gær þurftu að fara í sýnatöku við komuna en 634 farþegar voru um borð í skipinu. Tveir farþeganna reyndust smitaðir af kórónuveirunni.

Þurftu að stöðva flóðið

Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna.

Göngukona slasaðist í Tálknafirði

Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út klukkan tvö í dag vegna göngukonu sem slasast hafði á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í Tálknafirði.

Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar

Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við.

Geðræktarstöð á Suðurnesjum lokað vegna smits

Skjólstæðingur Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, hefur greinst með kórónuveirusmit. Af þeim sökum hafa tíu aðrir notendur Bjargarinnar verið skikkaðir í sóttkví og Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.