Innlent

Skjálfti að stærð 3,6 fannst í Ólafsfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjálftinn fannst í Ólafsfirði.
Skjálftinn fannst í Ólafsfirði. Vísir/getty

Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá í kvöld klukkan 19:20. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Ólafsfirði.

Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu síðan 27. júní en þá mældist þar skjálfti að stærð 4,1.

Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu er þannig enn yfirstandandi. Laust eftir klukkan fjögur í nótt mældist skjálfti upp á 3,1 rúma tuttugu kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Líkur eru á stærri skjálftum á svæðinu að mati náttúruvársérfræðinga. Stærsti skjálftinn í hrinunni á svæðinu mældist 5,8 sunnudagskvöldið 21. júní.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.