Innlent

Göngukona slasaðist í Tálknafirði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út klukkan tvö í dag vegna göngukonu sem slasast hafði á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Staðurinn sem konan er á er úr alfaraleið og heldur torfær. Þrír hópar lögðu af stað á vettvang, en fyrsti hópurinn kom að konunni klukkan rúmlega þrjú og hlúði að henni.

Björgunarsveitarfólk vinnur nú að því að flytja konuna af vettvangi til móts við sjúkrabíl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.