Innlent

Hægt að sjá hvernig jörðin mun mögulega líta út eftir endalok mannkyns

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Enginn veit hvernig jörðin myndi líta út ef mannkynið liði undir lok, en á listasýningunni Solastalgia er hægt að komast nokkuð nálægt því að upplifa hugsanlega útkomu.

Sýningin hefst á morgun í Listasafni Íslands. Þar býðst gestum að ganga inn í stafrænan heim og sjá hvernig mannkynið hefur farið með jörðina.

„Þegar fólk kemur á sýninguna sér það alltaf það sem er umhverfis það því það er raunveruleikinn. Það sér brakið og rústirnar,“ sagði Pierre-Alain Giraud, leikstjóri sýningarinnar.

Sýninguna horfir maður á í gegnum sýndarveruleikagleraugu.

Sýningin fer fram í gegnum sýndarveruleikagleraugu.STÖÐ2

Gestum gefst kostur á að kanna jörðina eins og hún mögulega liti út liði mannkynið undir lok þar sem dularfullt stafrænt ský, knúið áfram af undarlegri vél er það eina sem eftir stendur. Sýninigin endurspeglar spennu á milli frelsunarmátt tækninnar og vísindarlegra útreikninga um válega framtíð.

„Nú þegar fólk er þjálfað í að tengja saman á mjög furðulegan hátt. En þetta er gagnvirkt, hver sem kemur á sýninguna fær sína eigin upplifun af sýningunni og hittir mismunandi drauga,“ sagði Pierre-Alain Giraud.

Á meðan gestir ganga um plánetuna innan um brak og rústir birtast vofur og aðrar verur. Leikmyndina fluttu þeir félagar hingað til lands frá Frakklandi.

„En svo eru auðvitað steinarnir og sandurinn frá Íslandi,“ sagði Pierre-Alain Giraud.

„En draugarnir eru íslenskir,“ bætir Antoine Viviani leikstjóri sýningarinnar við.

Hér er hægt að lesa meira um sýninguna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×