Innlent

Maðurinn sem leitað hefur verið frá áramótum fannst látinn

Andri Eysteinsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
kerti

Fjallgöngumaðurinn Andris Kalvans, sem leitað hefur verið á Snæfellsnesi frá áramótum, fannst í dag látinn. Ekkert hafði spurst til Andris frá því að hann hvarf við göngu 30. desember síðastliðinn.

Um var að ræða þriðju leitarlotuna en veðurskilyrði og kórónuveiran hafa torveldað leitina að Andris til þessa. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi fannst Andris í Haffjarðardal. Lögreglan naut liðsinnis björgunarsveita og þyrlu landhelgisgæslunnar við leitina.

Umfangsmikil leit var gerð að manninum þegar fyrsta tilkynning barst 30. desember og var veður á leitarsvæðinu vont, hvasst og fannfergi. Önnur árangurslaus leitartilraun var gerð að manninum um miðjan maí en aftur voru veðurskilyrði leitarmönnum til ama.

Þungi leitarinnar í dag var á austanverðu Snæfellsnesi en fyrir áramót fannst bíll Andris í vegkanti milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals og fannst í honum fjallgöngubúnaður, fatnaður, ísexi og fleira en Andris var vanur göngumaður.


Tengdar fréttir

Leit að Andris hafin að nýju

Í síðustu viku hófst leit að nýju að Andris Kalvans, sem talinn er hafa týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi þann 30. desember síðastliðinn.

„Engar vísbendingar, ekki neitt“

Lögregla og björgunarsveitir á Vesturlandi hófu skömmu eftir hádegi í dag leit að göngumanni sem ekki skilaði sé til byggða 30. desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×