Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær.

Útfarakostnaður, sem aðstandendur látinna þurfa að bera, eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Rætt verður við formann lífsskoðunarfélags sem gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn ójafnari gagnvart þjóðkirkjunni.

Þá segjum við frá því að Englendingar flykktust í klippingu og á kránna í dag, eftir þriggja mánaða bið, á meðan takmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í fréttatímanum kynnumst við einnig einum vinsælasta stóðhesti á landinu, en dropinn úr honum er ekki gefins og kostar folatollurinn 370 þúsund krónur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×