Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2020 16:01 Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambands Íslands en stjórnin hefur nú lýst því yfir að hún beri takmarkað traust til Storytel AB sem í vikunni festi kaup á 70 prósent hlutafjár í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu Íslands. visir/vilhelm Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“ Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“
Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira