Innlent

Auka fjárheimildir til barnaverndar vegna kórónuveirufaraldursins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auka fjárheimildir til barnaverndar um 30 milljónir á þessu ári og um 116 milljónir á því næsta. Ákvörðunin er liður í aðgerðum borgarinnar vegna kórónuveirufaraldursins að sögn formanns borgarráðs.

„Það er aukinn fjöldi tilkynninga inn í barnaverndarnefnd, það er aukinn tilkynningafjöldi varðandi heimilisofbeldi og það er bara augljóst á þeim tölum sem að við erum að sjá og sem við höfum séð þróast núna í mars og apríl og maí og núna í júní, að við þurfum að við þurfum að bregðast við,“ segir Þórdís Lóa. Til stendur meðal annars að fjölga um sjö stöðugildi hjá Barnavernd Reykjavíkur.

„Við höfum því ákveðið að fjölga og breyta svona aðeins umhverfinu í barnaverndinni, koma með ný teymi og fleira og fjármagna það. Og við erum mjög upptekin af því að mæta þessu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að við förum í gegnum efnahagslægð og við þekkjum mjög vel hvernig áhrifin urðu í barnavernd og félagslegum aðbúnaði og velferðarmálum eftir hrunið og við erum að sjá ákveðna hluti gerast aftur núna,“ segir Þórdís Lóa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×