Nafnlaust bréf komið í hendur lögreglu: Líkt við apa og sagt að drepa sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 15:17 Bréfið var nafnlaust. Mynd/Aðsend Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“ Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“
Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira