Nafnlaust bréf komið í hendur lögreglu: Líkt við apa og sagt að drepa sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 15:17 Bréfið var nafnlaust. Mynd/Aðsend Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“ Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“
Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira