Fleiri fréttir

Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu

Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rannsókn miðar áfram á orsökum flugslyssins sem varð skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, þegar tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborðs skall til jarðar. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þetta og meira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Rannsókn á vettvangi lokið

Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Búist við hita yfir 20 gráðum á morgun og miðvikudag

Hæðarsvæði verður yfir landinu næstu daga og mun því fylgir hæglætisveður, víða léttskýjað og hlýtt í veðri, einkum inn til landsins, en sums staðar má gera ráð fyrir þokulofti við sjávarsíðuna með mun svalara lofti.

Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu.

Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður talað við Birgittu Jónsdóttur, sem gagnrýnir aðkomu íslenskra yfirvalda að skýrslutöku bandarísku lögreglunnar af Sigurði Inga Þórðarsyni.

Herjólfur á heimleið

Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.

Sjá næstu 50 fréttir