Kolbrún segir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó gerist pólitískur í ummælum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:00 Kolbrúnu Baldursdóttur þykir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó geri athugasemdir við mat hennar á fjölda ábendinga sem borist hafa fyrirtækinu. „Upplýsingafulltrúinn heggur í mína túlkun á fjölda kvartana til Strætó sem ég segi enn og aftur eru óeðliega margar hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó og fram kemur að þær snúast að mestu um framkomu, aksturslag og tímasetningar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs. um bókun hennar varðandi ábendingar sem borist hafa Strætó síðustu þrjú ár. Kolbrún telur upplýsingafulltrúann ekki vera að gagnrýna rangfærslur í bókun hennar heldur mat hennar á upplýsingum. Hún segist áður hafa bókað sína skoðun á svokölluðum byggðasamfélögum og finnist stundum eins og þau séu sem ríki í ríkinu og borgin fái ekkert um þau að segja þó hún eigi stærsta hlutann í þeim. „Þau virðast sem dæmi geta ráðið sér pólitískan upplýsingafulltrúa eða annan ef því er að skipta og það gleymist að þetta eru opinber fyrirtæki að mestu í eigu borgarinnar. Maður hélt að starfsmenn væru ópólitískir?“ segir Kolbrún.Sjá einnig: „Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“„Mig langar að spyrja forstjórann hvort það sé hluti af starfi upplýsingafulltrúa að gagnrýna kjörna fulltrúa í eigendasveitarfélgögum ef þeir leyfi sér að fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti,“ bætti Kolbrún við. „Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“ Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
„Upplýsingafulltrúinn heggur í mína túlkun á fjölda kvartana til Strætó sem ég segi enn og aftur eru óeðliega margar hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó og fram kemur að þær snúast að mestu um framkomu, aksturslag og tímasetningar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs. um bókun hennar varðandi ábendingar sem borist hafa Strætó síðustu þrjú ár. Kolbrún telur upplýsingafulltrúann ekki vera að gagnrýna rangfærslur í bókun hennar heldur mat hennar á upplýsingum. Hún segist áður hafa bókað sína skoðun á svokölluðum byggðasamfélögum og finnist stundum eins og þau séu sem ríki í ríkinu og borgin fái ekkert um þau að segja þó hún eigi stærsta hlutann í þeim. „Þau virðast sem dæmi geta ráðið sér pólitískan upplýsingafulltrúa eða annan ef því er að skipta og það gleymist að þetta eru opinber fyrirtæki að mestu í eigu borgarinnar. Maður hélt að starfsmenn væru ópólitískir?“ segir Kolbrún.Sjá einnig: „Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“„Mig langar að spyrja forstjórann hvort það sé hluti af starfi upplýsingafulltrúa að gagnrýna kjörna fulltrúa í eigendasveitarfélgögum ef þeir leyfi sér að fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti,“ bætti Kolbrún við. „Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira