Innlent

Tóku blóðsýni með valdbeitingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt. vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti ökumann valdbeitingu til að ná blóðsýni úr honum vegna rannsóknar máls í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ökumaðurinn var stöðvaður í 101 Reykjavík á þriðja tímanum nótt.Var hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum vímuefna og akstur án réttinda, en hann hafði aldrei öðlast réttindi. Lögreglan segir manninn hafa neitað að hlýta sýnatöku vegna rannsóknar máls og var blóðsýnið því tekið með valdbeitingu.Lögreglan hafði einnig afskipti af ökumanni í hverfi 101 eftir að bifreið hans hafði rekist utan í kyrrstæða bifreið. Var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur, akstur án réttinda, fyrir vörslu fíkniefna og umferðaróhapp.Rétt fyrir klukkan 10 í gærkvöldi var tilkynnt um eignaspjöll á rafmagnsvespu í Breiðholti. Var hjólið mikið skemmt eftir tilraun manns til að stela rafgeymi hjólsins.Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af tveimur erlendum mönnum sem grunaðir eru um þjófnað á tómum flöskum úr söfnunaríláti Skátanna.Um klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um mann sofandi ölvunarsvefni í stigagangi fjölbýlishúss en hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.