Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Rannsókn miðar áfram á orsökum flugslyssins sem varð skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, þegar tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborðs skall til jarðar. Allir sem voru um borð voru Íslendingar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þá verður rætt við upplýsingafulltrúa Isavia og öryggisfulltrúa KSÍ um tyrkjareiðina sem hefur ríkt á samfélagsmiðlum í dag. Tyrkir eru margir æfir vegna tafa sem landslið þeirra lenti í við öryggisleit í Keflavík í gær. Einnig verðum við í beinni útsendingu frá blaðamannafundi tyrkneska liðsins á Laugardalsvelli.

Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assange þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við íbúa á Suðurlandi sem hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatnið sökum millar þurrkatíðar. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×