Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 10:54 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017. Vísir/Getty Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum formlega kvörtun vegna framkomu gagnvart tyrkneska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að kvörtunin hafi borist og segir málið til skoðunar. Leikmenn tyrkneska landsliðsins kvörtuðu yfir öryggisleit og vegabréfaeftirlit þegar þeir komu til Keflavíkurflugvallar í gær en framherji liðsins, Burak Tilmaz, sagði við fjölmiðla að hann og liðsfélagar hans hefðu þurft að bíða í rúma þrjá tíma þar sem leitað var í farangri þeirra oft og ítarlega. Ekki bætti úr skák þegar óþekktur maður blandaði sér í hóp fjölmiðlamanna sem biðu eftir tyrknesku landsliðsmönnunum og rak þvottabursta framan í landsliðsfyrirliðann og þóttist taka viðtal við hann. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, sagði þessa meðferð á tyrkneska liðinu óásættanlega.Hér má sjá þegar þvottabursta er beint framan í landsliðsfyrirliða Tyrkja.Vísir/GettyVíðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að hann hefði fengið þær upplýsingar frá tyrkneska knattspyrnusambandinu að rétt rúmir tveir klukkutímar hefðu liðið frá því tyrkneska liðið lenti í Keflavík og þar til það var komið á hótel í Reykjavík. Öryggisleitin hafi tekið um klukkutíma og þá var eftir tæpur klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Tyrkneska landsliðið flaug frá tyrknesku borginni Konya til Íslands en flugvöllurinn þar er óvottaður og því þurfti tyrkenska liðið að fara í gegnum sérstaka öryggisleit á Íslandi. Víðir sagði íslenska liðið hafa þurft að fara í gegnum sömu öryggisleit þegar það kom frá Tyrklandi fyrir tveimur árum. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló hafa sent utanríkisráðuneytinu formlegt erindi þar sem kvartað er undan þessari framkomu. Sveinn segir erindið til skoðunar hjá ráðuneytinu. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í morgun að tyrknesk stjórnvöld hefðu farið fram á að öryggisgæslan á Laugardalsvelli á morgun yrði efld til að tryggja öryggi tyrkneska landsliðsins og er farið fram á öllu eftirliti á Keflavíkurflugvelli verði hraðað til að forðast að frekari vandamál skapist þegar tyrkneska liðið yfirgefur landið. Víðir Reynisson sagði við Vísi í morgun að hann eigi fund með tyrkneska knattspyrnusambandinu í dag vegna leiksins á morgun en fyrir fundinn hafði tyrkneska sambandið ekki lagt fram óskir um aukna öryggisgæslu á leiknum. 200 tyrkneskir stuðningsmenn eru væntanlegir á leikinn, sem er svipaður fjöldi og síðast þegar Tyrkir léku á Laugardalsvelli, en Víðir sagði að gæslan yrði með sama hætti og þegar Albanir léku við Íslendinga á laugardag.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent