Innlent

Hafa sjaldan eða aldrei séð jafn lítið vatn í Ölfusá

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mjög lítið vatn er í Ölfusá við Selfoss þessa dagana eins og sjá má.
Mjög lítið vatn er í Ölfusá við Selfoss þessa dagana eins og sjá má. Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Íbúar á Selfossi hafa sjaldan eða aldrei sé eins lítið vatn í Ölfusá eins og þessa dagana en áin er vatnsmesta á landsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg segir Ölfusá mikið ólíkindatól.

Eins og flestir vita er Ölfusá vatnsmesta á landsins en meðalrennsli árinnar við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu. Áin myndast úr Soginu og Hvítá og er 25 kílómetra löng frá upptökum til ósa vestan Eyrarbakka. Áin er mjög tær þegar það er svona lítið í henni eins og þessa dagana.

Tómast Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er áhugamaður um ánna og fylgist alltaf vel með rennsli hennar.

„Það er afar lítið í ánni en væntanlega er rennslið í ánni eins og það er í dag mestu komið úr Þingvallavatni, það er lítið jökulvatn í ánni, þannig að það er ekki mikið rennsli“.

 

 

Tómas segir Ölfusá ólíkindartól.
Tómas segir mjög sjaldgæft að það sé svona lítið í ánni.

„Þetta sést ekki oft en það er samt gaman að horfa á ánna svona því hún er tær og fín“.

Hann segir miklar sveiflur á vatnsrennslinu í ánni.

„Já, hú getur sveiflast úr því í að fara þetta niður í 200 rúmmetra á sekúndu upp í 2.500 rúmmetra á sekúndu, þannig að við erum með ýmsar sveiflur, sem við höfum séð í þessari á, þetta ástand núna kemur ekki til með að hafa nein stóráhrif“.

En hefur Tómast séð ánna oft svona áður?

„Ekki kannski svona lítið en maður hefur oft séð lítið í ánni og maður hefur líka oft séð ánna tröllvaxna, þetta er ólíkindartól þessi blessaða Ölfusá okkar“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×