Innlent

Búist við hita yfir 20 gráðum á morgun og miðvikudag

Hlýjast verður í innsveitum norðanlands á morgun, en sunnanlands á miðvikudag.
Hlýjast verður í innsveitum norðanlands á morgun, en sunnanlands á miðvikudag. vedur.is

Hæðarsvæði verður yfir landinu næstu daga og mun því fylgir hæglætisveður, víða léttskýjað og hlýtt í veðri, einkum inn til landsins, en sums staðar má gera ráð fyrir þokulofti við sjávarsíðuna með mun svalara lofti. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðufræðings á Veðurstofu Íslands.

Í nótt og á morgun má til dæmis gera ráð fyrir þokubökkum á Faxaflóa sem gætu ratað inn yfir Höfuðborgarsvæðið með hafgolunni. Búast má við að hiti fari yfir 20 gráður á morgun og á miðvikudag, hlýjast í innsveitum norðanlands á morgun, en sunnanlands á miðvikudag.

Í lok vikunnar eru mestar líkur á að við förum aftur í endurtekið efni, norðaustanátt með dálítilli vætu norðaustanlands, en björtu veðri suðvestanlands og heldur kólnandi veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.