Tyrkneskur blaðamaður segir reiði stuðningsmannanna vera meira grín en alvara Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 16:04 Málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag. Twitter Alda neikvæðra ummæla sem gengur nú yfir íslenska Twitter-notendur virðist vera meira grín en alvara að sögn Serkan Algan, tyrknesks blaðamanns sem fylgst hefur með umfjöllun um stóra burstamálið í Istanbúl. Hann segir málið einnig vera fyrirferðarmikið í fjölmiðlum ytra. Reiðir Tyrkir hafa í dag og í gær herjað á íslenska samfélagsmiðlanotendur, fyrst og fremst í von um að finna þann sem beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, leikmanni tyrkneska landsliðsins, og þóttist ætla nota hann sem hljóðnema. Lágu margir undir grun, þar á meðal íþróttafréttamaðurinn Benedikt Grétarsson.Sjá einnig: Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“„Ég held að fólk sé fyrst og fremst að grínast,“ segir Serkan í samtali við Vísi. Hann segir málið klassískt dæmi þess að eitthvað mál heltaki þjóðina í nokkra daga áður en það líður hjá og fólk sé fyrst og fremst að taka þátt í þeirri bylgju. Alvaran sé því ekki jafn mikil og margir Íslendingar töldu. Hann segir marga Tyrki grínast með málið á Twitter og mörgum þyki málið allt saman afar spaugilegt. Það hafi verið samstaða um að leita að þeim sem var með uppþvottaburstann í fyrstu og þegar var búið að taka einn fyrir og ganga úr skugga um að hann væri ekki sá seki var leitinni haldið áfram. Í dag kom svo í ljós að huldumaðurinn með burstann var í raun Belgi.Serkan segir þó ákveðinn hóp nýta sér málið í ljósi þess að stutt er í kosningar í landinu og þetta sé kjörið tækifæri til þess að ala á þjóðerniskennd. Þetta eigi því að vera dæmi um að Evrópubúar líti niður á Tyrki. „Það er ákveðinn hópur fólks í Tyrklandi sem er þjóðernissinnaður. Þau eru að reyna að nota þetta til þess að hafa áhrif á einhverja aðila og sýna fram á að Evrópubúar vilji gera lítið úr okkur þannig sumir reyna að gera meira mál úr þessu en þörf er á.“Serkan hefur fylgst með málinu í fjölmiðlum úti.Segir enga rasíska undirtóna í burstanum Aðspurður hvort það sé einhver dýpri merking á bak við burstann sem gæti farið fyrir brjóstið á Tyrkjum segir Serkan svo ekki vera. Það eina sem gæti verið móðgandi er sú staðreynd að burstarnir sem við þekkjum sem uppþvottabursta hérlendis eru notaðir sem klósettburstar í Tyrklandi. „Þeir sem hafa farið til Ameríku eða Evrópu vita að þetta er uppþvottabursti en hér í Tyrklandi er þetta bursti sem við notum til þess að þrífa klósett. Því gætu sumir túlkað þetta sem skilaboð um að tyrkneskt fólk sé skítugt eða ógeðslegt,“ segir Serkan en tekur þó sérstaklega fram að flestir Tyrkir hafi tekið uppátæki Belgans sem gríni. Þá bendir hann á að það sé mjög stutt síðan að Íslendingar voru síðast í umræðunni í Tyrklandi, þegar Eurovision fór fram í maí síðastliðnum. Uppátæki Hatara að veifa fána Palestínumanna hafi vakið mikla athygli og fögnuðu margir Tyrkir Hatara vel og innilega í kjölfarið. „Við fögnuðum öll þegar Hatari dró upp fánann. Þá voru allir Tyrkir með Íslandi í liði þannig það er ekki lengra síðan. Þetta er bara tímabil held ég,“ segir Serkan léttur að lokum. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Alda neikvæðra ummæla sem gengur nú yfir íslenska Twitter-notendur virðist vera meira grín en alvara að sögn Serkan Algan, tyrknesks blaðamanns sem fylgst hefur með umfjöllun um stóra burstamálið í Istanbúl. Hann segir málið einnig vera fyrirferðarmikið í fjölmiðlum ytra. Reiðir Tyrkir hafa í dag og í gær herjað á íslenska samfélagsmiðlanotendur, fyrst og fremst í von um að finna þann sem beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, leikmanni tyrkneska landsliðsins, og þóttist ætla nota hann sem hljóðnema. Lágu margir undir grun, þar á meðal íþróttafréttamaðurinn Benedikt Grétarsson.Sjá einnig: Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“„Ég held að fólk sé fyrst og fremst að grínast,“ segir Serkan í samtali við Vísi. Hann segir málið klassískt dæmi þess að eitthvað mál heltaki þjóðina í nokkra daga áður en það líður hjá og fólk sé fyrst og fremst að taka þátt í þeirri bylgju. Alvaran sé því ekki jafn mikil og margir Íslendingar töldu. Hann segir marga Tyrki grínast með málið á Twitter og mörgum þyki málið allt saman afar spaugilegt. Það hafi verið samstaða um að leita að þeim sem var með uppþvottaburstann í fyrstu og þegar var búið að taka einn fyrir og ganga úr skugga um að hann væri ekki sá seki var leitinni haldið áfram. Í dag kom svo í ljós að huldumaðurinn með burstann var í raun Belgi.Serkan segir þó ákveðinn hóp nýta sér málið í ljósi þess að stutt er í kosningar í landinu og þetta sé kjörið tækifæri til þess að ala á þjóðerniskennd. Þetta eigi því að vera dæmi um að Evrópubúar líti niður á Tyrki. „Það er ákveðinn hópur fólks í Tyrklandi sem er þjóðernissinnaður. Þau eru að reyna að nota þetta til þess að hafa áhrif á einhverja aðila og sýna fram á að Evrópubúar vilji gera lítið úr okkur þannig sumir reyna að gera meira mál úr þessu en þörf er á.“Serkan hefur fylgst með málinu í fjölmiðlum úti.Segir enga rasíska undirtóna í burstanum Aðspurður hvort það sé einhver dýpri merking á bak við burstann sem gæti farið fyrir brjóstið á Tyrkjum segir Serkan svo ekki vera. Það eina sem gæti verið móðgandi er sú staðreynd að burstarnir sem við þekkjum sem uppþvottabursta hérlendis eru notaðir sem klósettburstar í Tyrklandi. „Þeir sem hafa farið til Ameríku eða Evrópu vita að þetta er uppþvottabursti en hér í Tyrklandi er þetta bursti sem við notum til þess að þrífa klósett. Því gætu sumir túlkað þetta sem skilaboð um að tyrkneskt fólk sé skítugt eða ógeðslegt,“ segir Serkan en tekur þó sérstaklega fram að flestir Tyrkir hafi tekið uppátæki Belgans sem gríni. Þá bendir hann á að það sé mjög stutt síðan að Íslendingar voru síðast í umræðunni í Tyrklandi, þegar Eurovision fór fram í maí síðastliðnum. Uppátæki Hatara að veifa fána Palestínumanna hafi vakið mikla athygli og fögnuðu margir Tyrkir Hatara vel og innilega í kjölfarið. „Við fögnuðum öll þegar Hatari dró upp fánann. Þá voru allir Tyrkir með Íslandi í liði þannig það er ekki lengra síðan. Þetta er bara tímabil held ég,“ segir Serkan léttur að lokum.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02