Innlent

Hiti um og yfir 20 stig á morgun og þriðjudag en hætta á gróðureldum eykst

Birgir Olgeirsson skrifar
Sér fyrir endann á norðaustanáttinni í bili.
Sér fyrir endann á norðaustanáttinni í bili. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að nú sjái fyrir endann á norðaustanáttinni í bili, en hæðarhryggur þokast inn yfir landið úr vestri með hlýrra lofti. Lægir í dag, styttir upp fyrir norðan og léttir síðan til og hlýnar, en áfram bjart syðra.

Þetta kemur fram í hugleiðingu Veðurfræðings sem spáir hæglætisveðri á morgun, léttskýjuðu víða og hiti allt að 20 stigum þar sem best lætur. Svipað veður á þriðjudag og má búast við að hiti fari yfir 20 stigin og þá einkum í innsveitum. Eftir langvarandi þurrkatíð er gróður orðinn mjög þurr um landið sunnan- og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Því er mjög mikilvægt að fara varlega með eld til að forðast sinubruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.