Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst er hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða.

Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir.

Finna styrk hvert hjá öðru á páskadag

Árisulir mættu á Þingvelli fyrir klukkan sex í morgun til að taka þátt í Upprisumessu á meðan aðrir létu sér nægja hátíðarmessu Í Hallgrímskirkju klukkan ellefu. Í Breiðholtskirkju fór svo fram Alþjóðleg páskamessa. Presturinn þar segir messuna mikilvæga fyrir flótta fólk.

Harmoníkutónlist í uppáhaldi hjá fuglinum Emmu

Fuglar af þessari tegund tala og syngja mikið, Emma er þar engin undantekning. Emma hefur gaman af tónlist, ekki síst þegar gestir koma með harmonikku á Sólheima til að spila og syngja.

Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú

Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum.

Öll brotin framin inni á salernunum

Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar.

Loftslagsmál í brennipunkti í predikun biskups

Í páskapredikun sr. Agnesar Sigurðardóttur, biskups, sem flutt var í Dómkirkjunni í morgun talar hún um hve loftslagsbreytingar séu aðkallandi vandamál sem takast þurfi á við.

Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð

Framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarsamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta fá fyrirtæki. Almennt standi fyrirtækin með nýundirrituðum kjarasamningum.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.