Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 13:43 Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna Björgunar. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis. Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis.
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira