Sumardagurinn fyrsti gæti orðið besti dagur vikunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 10:54 Fyrirstöðuhæð við Grænlandi gæti valdið sólríku og þurru veðri um mánaðamótin. FBL/Ernir Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður. Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður.
Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira