Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Yfir tvö hundruð létust og hátt í fimm hundruð særðust í röð sprengjuárása í kirkjum og á hótelum í Sri Lanka í dag. Árásir voru gerðar í matsölum vinsælla hótela og við páskamessur. Átta hafa verið yfirvöld segja öfgamenn bera ábyrgð.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Rætt verður við framkvæmdastjóra Gæðabaksturs sem segir fyrirtækið knúið til að hækka verð vegna launahækkana. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Þá verður fjallaðir um hækkandi bensínverð en það hefur ekki verið hærra frá árinu 2014. Þá hittum við sóknarprest kaþólikka á Reykjanesi en söfnuðurinn hefur tvöfaldast á fjórum árum og kynnum okkur hátíðarhöld vegna páskanna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.