Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Yfir tvö hundruð létust og hátt í fimm hundruð særðust í röð sprengjuárása í kirkjum og á hótelum í Sri Lanka í dag. Árásir voru gerðar í matsölum vinsælla hótela og við páskamessur. Átta hafa verið yfirvöld segja öfgamenn bera ábyrgð.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Rætt verður við framkvæmdastjóra Gæðabaksturs sem segir fyrirtækið knúið til að hækka verð vegna launahækkana. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Þá verður fjallaðir um hækkandi bensínverð en það hefur ekki verið hærra frá árinu 2014. Þá hittum við sóknarprest kaþólikka á Reykjanesi en söfnuðurinn hefur tvöfaldast á fjórum árum og kynnum okkur hátíðarhöld vegna páskanna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×