Innlent

Landsmenn njóti veðurblíðunnar á meðan færi gefst

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona lítur hitaspáin út síðdegis í dag. Von er á kólnandi veðri næstu daga.
Svona lítur hitaspáin út síðdegis í dag. Von er á kólnandi veðri næstu daga. Skjáskot/Veðurstofa íslands

Búast má við sólríkum og hlýjum degi norðaustan- og austanlands í dag, þó heldur svalara verði þar en í gær. Þá víkur blíðviðrið undanfarna daga fyrir köldu lofti næstu daga. „Best er að njóta veðurblíðunnar því nú sér fyrir endann á hlýju sunnanáttunum sem hafa verið hjá okkur síðustu daga,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Sunnan- og vestantil á landinu er skúraloft allsráðandi sem nær hámarki seinnipartinn í dag en lægir síðan og styttir upp í kvöld og nótt.

Á morgun, á páskadag, verður fremur hæg austlæg átt á landinu og skýjað og þurrt að mestu, en heldur bjartara verður yfir norðausturlandi. Hiti verður 3 til 9 stig yfir daginn, hlýjast vestanlands. Vaxandi norðaustanátt þegar líður á morgundaginn og allhvass vindur með samfelldri rigningu austantil á landinu annað kvöld, en snjókomu til fjalla og kólnandi veðri.

Norðaustlæg átt á mánudag og fremur svalt í veðri. Dálítil él norðantil á landinu framan af degi, en lengst af úrkomulítið fyrir sunnan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (annar í páskum):
Norðustlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en stöku él NA-lands. Austan 8-15 og fer að rigna S-lands um kvöldið. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig að deginum. 

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma N-til og hiti nálægt frostmarki, en rigning í öðrum landshlutum og hiti 2 til 7 stig. 

Á miðvikudag:
Suðlæg og síðar austlæg átt með rigningu og hlýnadi veður, en hvessir og bætir í úrkomu við S-lands um kvöldið. 

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Ákveðin austanátt og víða rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast V-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.