Auka þarf trjárækt innan borgarmarkanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Skipuleggja þarf græn svæði í borginni betur samkvæmt borgarhönnuði. Vísir Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld. Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir málþingi á morgun um lofslagsmál og er það liður úr fundarröðinni Liggur lífið á. Borgarhönnuður segir að auka þurfi skógrækt innan borgarinnar. Á fundinum eru rædd tengsl náttúruverndar og loftslagsmála. Hvað náttúrulausnir séu og hverju máli þær skipta og þá hvernig borgir geta verið náttúruvænni. Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður tekur þátt í umræðum. „Nú, við ætlum að skoða sérstaklega þessa náttúrulegu ferla sem við getum notað til að snúa við þessari þróun sem hefur orðið af mannavöldum meðal annars, en þarna taka til máls Snorri Sigurðsson, líffræðingur og Íris Þórarinsdóttir sem er verkfræðingur hjá Veitum og Veitur hafa einmitt verið að vinna að því að koma með blágrænar ofvatnslausnir sem er einmitt aðferð til að nota líffræðilega ferla til að hreinsa ofvatn af götum.“ Gísli segir að binda kolefni betur með skógrækt sé einn af þessum líffræðilegu ferlum sem nota þarf og að náttúran sé svarið við okkar vanda. „Í raun og veru fjallar þessi fundur um það hvernig við getum komið náttúrunni aftur inn í borgina að sem mestu leiti.“ Gísli segir að farið hafi verið að vissu leyti gegn þessu með fækkun grænna svæða í borginni „Að vissu leyti en á móti erum við kannski að spara land í upplandinu sem við þyrftum annars að brjóta undir nýja byggð. Ég held að þetta þurfi að vera í jafnvægi og mjög mikilvægt að þau svæði sem eftir verða við þéttingu byggðar séu í góðum gæðum og það sé vandað vel til verka og það sé sett svolítið fjármagn í að þau séu vel úr garði gerð því að mörg grænu svæðin okkar eru í rauninni bara eins og hús sem á eftir að innrétta, það þarf að setja marga fleiri innviði í garðana okkar til þess að þeir geti notið sín betur og verið áhugaverðari.“ Sagði Gísli Rafn Guðmundsson, borgarhönnuður. Fundur Reykjavíkurborgar um loftslagsmál verður haldinn á Kjarvalsstöðum klukkan átta annað kvöld.
Loftslagsmál Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent