Innlent

Finna styrk hvert hjá öðru á páskadag

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Thosiki Toma er prestur alþjóðasöfnuðarins í Breiðholtskirkju.
Thosiki Toma er prestur alþjóðasöfnuðarins í Breiðholtskirkju. Baldur

Páskadagur hófst með helgihaldi út um land allt. Árisulir mættu á Þingvelli fyrir klukkan sex í morgun til að taka þátt í Upprisumessu á meðan aðrir létu sér nægja hátíðarmessu Í Hallgrímskirkju klukkan ellefu. Í Breiðholtskirkju fór svo fram Alþjóðleg páskamessa. Prestur alþjóðasafnaðarins segir messuna mikilvæga fyrir flótta fólk.

Í Hallgrímskirkju var margt um manninn og sá Séra Irma Sjöfn Óskardóttir um predikunina. Helgistundin einkenndist mikið af söng og stóð Mótettukór Hallgrímskirkju fyrir sínu.

Alþjóðlegi Söfnuður Breiðholtskirkju hittist á hverjum sunnudegi. En þangað leita hælisleitendur og flóttafólk. Thosiki Toma prestur safnaðarins segir þessar stundir mikilvægar. Þangað leiti fólk í styrk og stuðning hvers annars. Oft sé þörfin mikil á hátíðisdögum að tilheyra hópi fólks. Bænastundir þeirra séu meira spjall um daginn og veginn.

„Sérhver þáttakandi getur sagt frá því hvernig honum líður, vel eða illa. Hvað gerðist hjá viðkomandi í vikunni. Það verður beint bænaefni. Þetta er í raun meira samtala hjá okkur,“ segir Thosiki. Í dag er þó haldin hefðbundin messa í tilefni páskanna. En í kringum hana á sér líka alltaf staðar spjall og umræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.