Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum leitar skemmdarvarga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Talsvert tjón var unnið á bifreiðinni.
Talsvert tjón var unnið á bifreiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti fyrr í dag færslu þar sem óskað var eftir vitnum að skemmdarverkum á bifreið.

Bifreiðin hafði í gærkvöldi verið skilin eftir á Stapavegi, stuttu frá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem hjólbarði á bifreiðinni hafði sprungið.

Þegar eigandi bílsins kom að vitja hans í morgun blasti við honum heldur ófögur sjón. Búið var að vinna talsverðar skemmdir á bílnum. Meðal annars hafði númeraplatan verið rifin af framanverðri bifreiðinni, brjóta að minnsta kosti eina rúðu . Þá var vélarhlíf og dyr bifreiðarinnar opnar, auk þess sem bifreiðin var dælduð á nokkrum stöðum.

Í færslu lögreglunnar segir að skemmdarverkin hafi verið unnin einhvern tíma frá 22:00 í gærkvöldi, þegar eigandinn yfirgaf bifreiðina, til um 10:45 í morgun, þegar lögreglu barst tilkynning um skemmdarverkin.

Þeir sem kunni að hafa einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í gegnum neyðarsímann 112, eða á samfélagsmiðlum Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.




Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.