Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum leitar skemmdarvarga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Talsvert tjón var unnið á bifreiðinni.
Talsvert tjón var unnið á bifreiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti fyrr í dag færslu þar sem óskað var eftir vitnum að skemmdarverkum á bifreið.

Bifreiðin hafði í gærkvöldi verið skilin eftir á Stapavegi, stuttu frá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem hjólbarði á bifreiðinni hafði sprungið.

Þegar eigandi bílsins kom að vitja hans í morgun blasti við honum heldur ófögur sjón. Búið var að vinna talsverðar skemmdir á bílnum. Meðal annars hafði númeraplatan verið rifin af framanverðri bifreiðinni, brjóta að minnsta kosti eina rúðu . Þá var vélarhlíf og dyr bifreiðarinnar opnar, auk þess sem bifreiðin var dælduð á nokkrum stöðum.

Í færslu lögreglunnar segir að skemmdarverkin hafi verið unnin einhvern tíma frá 22:00 í gærkvöldi, þegar eigandinn yfirgaf bifreiðina, til um 10:45 í morgun, þegar lögreglu barst tilkynning um skemmdarverkin.

Þeir sem kunni að hafa einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í gegnum neyðarsímann 112, eða á samfélagsmiðlum Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Færslu lögreglunnar má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×