Innlent

Snjókoma til fjalla varasöm sumardekkjunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á Austurlandi má búast við kólnandi veðri í kvöld og snjókomu til fjalla.
Á Austurlandi má búast við kólnandi veðri í kvöld og snjókomu til fjalla. Vísir/vilhelm

Í dag, páskadag, má búast við fremur hægri breytilegri átt á landinu, að mestu skýjað en yfirleitt þurrt. Þó má búast við þokumóðu sums staðar sunnan- og vestantil fram eftir morgni, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Þá verður hægt vaxandi norðaustanátt þegar líður á daginn, 5-13 m/s, og fer að rigna suðaustantil á landinu undir kvöld. Rigning eða slydda á Austurlandi seint í kvöld, en einnig norðaustanlands í nótt.

Það kólnar í veðri og má búast við snjókomu til fjalla, en það er einkum varasamt fyrir þá sem hafa skipt yfir á sumardekk.

Á morgun, annan í páskum, verður norðlægari vindur. Dálítil snjó- eða slydduél norðantil á landinu og hiti yfirleitt 0 til 3 stig.

Mun betra veðurútlit er sunnanlands á morgun, en þar má víða búast við sólarglennum og getur hiti farið í 10 stig þar sem best lætur. Þegar líður á morgundaginn má þó búast við síðdegisskúrum á stöku stað.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él norðantil, en hægari, skýjað með köflum og stöku skúrir syðra. Heldur vaxandi austanátt með rigningu syðst um kvöldið. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig að deginum. 

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma norðantil og hiti nálægt frostmarki, en rigning í öðrum landshlutum og hiti 2 til 7 stig. 

Á miðvikudag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og úrkomulítið, en hvessir með rigningu í flestum landshlutum þegar líður á daginn. Hlýnandi veður. 

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Ákveðin austanátt og víða rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast V-lands. 

Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustanátt. Víða dálítil væta, en úrkomulítið suðvestantil. Heldur kólnandi veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.