Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Hilmar segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. FBL/Auðunn Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira