Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 13:06 Hilmar segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. FBL/Auðunn Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður telur andstæðinga Þriðja orkupakkans beinlínis ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildum eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður lauk á síðasta ári, fyrstur Íslendinga, meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið hávær undanfarnar vikur. Meðal þess sem Hilmar skrifaði um er ACER, Orkustofnun Evrópu og Ísland og hlutverk stofnunarinnar hér. Hilmar fagnar því að umræða um þessi mál skuli eiga sér stað og telur mikilvægt og jákvætt að lykilatriðiorkumála séu rædd. „Sú umræða sem hefur hins vegar skapast sem mótmæli við Þriðja orkupakkanum ætti hins vegar að mínu mati, að mestu leiti, heima í umræðu um orkustefnum sem er nú í mótun og um grundvallaratriðin. Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum.“ Hilmar segir umræðuna hjá andstæðingum Þriðja orkupakkans á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati.“ Hilmar segir ekki rétt að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé Ísland að framselja heimildir, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku. „Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“ Hilmar segir augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag. Hann segir að innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi. „Allavega hefur umhverfi og afkoma hinna opinberu raforkufyrirtækja hafi batnað síðustu tíu til fimmtán ár og það hittir svo á að það er sama tímabil og síðan við innleiddum aðra tilskipunina og markaðsvæðinguna og uppskiptinguna. Þannig að það er erfitt að mótmæla því að þróunin hafi verið jákvæð og þetta er það regluverk sem ber ábyrgð á þeirri þróun.“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent